Þjálfaraskipti hjá Liverpool

Chris Kirkland er tekinn við kvennaliði Liverpool.
Chris Kirkland er tekinn við kvennaliði Liverpool. Ljósmynd/Liverpool FC

Neil Redfearn hefur sagt starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Liverpool lausu eftir aðeins þrjá mánuði í starfi. Chris Kirkland, markmannsþjálfari liðsins, tekur við starfinu, tímabundið hið minnsta. 

Redfearn stýrði Liverpool aðeins í einum leik, 5:0-tapi fyrir Arsenal. Readfearn hefur í þrígang stýrt karlaliði Leeds tímabundið í ensku B-deildinni, ásamt því að hann stýrði Rotherham í sömu deild. 

Kirkland þekkir ágætlega til Liverpool, en hann spilaði með liðinu frá 2001 til 2006. 

mbl.is