Gagnkvæm virðing

Pogba tekur í höndina á José Mourinho.
Pogba tekur í höndina á José Mourinho. AFP

Paul Pogba hljóp til knattspyrnustjórans José Mourinho og þakkaði honum fyrir traustið eftir að hann skoraði sitt annað mark og annað mark Manchester United í leiknum gegn Young Boys í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Pogba brást bogalistin af vítapunktinum í leiknum gegn Burnley í byrjun mánaðarins en hann var öryggið uppmálað í Bern í gær með sínu furðulega tilhlaupi. Mikið var rætt og ritað um stirt samband á milli Pogba og Mourinho í sumar en ekki er að sjá annað þessa dagana að gagnkvæm virðing ríki á milli þeirra. Pogba hefur borið fyrirliðabandi í fjarveru Antonio Valencia og hefur framkvæmd vítaspyrnur liðsins á þessu tímabili.

„Það var enginn efi í mér að taka þessa vítaspyrnu. Ég hafði sjálfstraustið og liðsfélagar mínir. Þeir létu mig taka það og svo ég ætti að þakka þeim fyrir það sem og stjóranum sem lét mig taka það,“ sagði Pogba við MUTV eftir leikinn.

„Mér líkar við leikmenn sem hafa hugrekki til að taka vítaspyrnu eftir að hafa klikkað í leiknum á undan,“ sagði Mourinho.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert