Milner ekki fengið nýtt samningstilboð

James Milner hefur verið frábær fyrir Liverpool í upphafi tímabilsins.
James Milner hefur verið frábær fyrir Liverpool í upphafi tímabilsins. AFP

James Milner, varafyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, verður samningslaus næsta sumar. Milner hefur verið magnaður í liði Liverpool í upphafi tímabilsins en hann kom til félagsins frá Manchester City á frjálsri sölu árið 2015. 

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Liverpool hafi ekki enn þá boðið Milner nýjan samning en hann er orðinn 32 ára gamall. Milner hefur byrjað alla fimm leiki Liverpool i ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað eitt mark og lagt upp önnur tvö.

Þá var hann á skotskónum í 3:2-sigri Liverpool gegn Paris SG í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn síðasta. Hann hefur spilað rúmlega 100 leiki fyrir félagið síðan hann kom árið 2015 frá City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert