Mourinho segir United eiga refsinguna skilið

José Mourinho á hliðarlínunni í dag.
José Mourinho á hliðarlínunni í dag. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var vonsvikinn með frammistöðu lærisveina sinna í 1:1-jafntefli gegn nýliðum Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Ég held að þetta séu sanngjörn úrslit. Þeir áttu skilið stig og við áttum skilið refsinguna að fá aðeins eitt stig,“ sagði Mourinho við BBC eftir leikinn, en Wolves jafnaði í síðari hálfleik þegar Joao Moutinho skoraði með frábæru skoti. Fred hafði áður komið United yfir með sínu fyrsta markið fyrir liðið.

„Við vorum heppnir að skora fyrst. Þeirra leikskipulag minnti meira á fótbolta en okkar,“ sagði Mourinho en United er í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig eftir sex leiki. Liverpool er á toppnum með fullt hús stiga, 18 talsins.

mbl.is