Tottenham komið aftur á sigurbraut

Harry Kane skorar úr vítaspyrnu í leiknum í kvöld.
Harry Kane skorar úr vítaspyrnu í leiknum í kvöld. AFP

Eftir þrjá tapleiki í röð í öllum keppnum vann Tottenham langþráðan sigur þegar liðið heimsótti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 2:1 fyrir Tottenham.

Tottenham var með yfirburði í fyrri hálfleik, en Harry Kane kom liðinu yfir seint í hálfleiknum með marki úr vítaspyrnu. Brighton sótti stíft eftir hlé en Tottenham refsaði þegar varamaðurinn Erik Lamela skoraði á 76. mínútu.

Anthony Knockaert minnkaði muninn fyrir Brighton í uppbótartíma en það koma aðeins of seint og Tottenham fór með 2:1-sigur af hólmi.

Tottenham er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex umferðir en Brighton er með fimm stig í 14. sæti.

Brighton 1:2 Tottenham opna loka
90. mín. Leik lokið Loksins vann Tottenham eftir tvö töp í röð í deildinni.
mbl.is