Gylfi í góðum hópi

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Fótboltatölfræðisíðan WhoScored gefur leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu einkunnir frá 1-10 í öllum leikjum deildarinnar. Síðan hefur nú tekið saman úrvalslið deildarinnar eftir átta umferðir og styðst við meðaleinkunnir leikmanna.

Gylfi Þór Sigurðsson er í úrvalsliðinu en meðaleinkunn hans í fyrstu átta leikjunum er 7,5. Gylfi hefur farið mikinn með Everton síðustu vikurnar en í síðustu tveimur leikjum hefur hann skorað tvö mörk og var tilnefndur í vali á leikmanni septembermánaðar. Gylfi og félagar hans verða í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en þá tekur liðið á móti Crystal Palace.

Úrvalsliðið lítur þannig út: Petr Check – Aaron Wan-Bissaka, Harry Maguire, James Tarkowski, Marcos Alonso – Raheem Sterling, Gylfi Þór, Eden Hazard, David Silva – Sergio Agüero, Alexandre Lacazette.