Henderson fór meiddur af velli

Jordan Henderson fór meiddur af velli gegn Huddersfield í gær.
Jordan Henderson fór meiddur af velli gegn Huddersfield í gær. AFP

Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, fór meiddur af velli í 1:0-útisigri liðsins gegn Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í gær. Henderson var skipt af velli í hálfleik fyrir Georginio Wijnaldum en Henderson fann fyrir meiðslum aftan í læri.

„Hann fann fyrir eymslum aftan í læri. Þetta var ekkert alvarlegt og hann vildi halda áfram að spila en ég sagði nei. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt en við vildum alls ekki taka neina áhættu,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool um meiðsli fyrirliðans eftir leik.

Liverpool mætir Crvena Zvezda í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn næsta á Anfield en margir leikmenn liðsins eru að glíma við meiðsli þessa stundina. Sadio Mané og Naby Keita eru báðir tæpir og þá er Alex-Oxlade Chamberlain enn þá frá vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert