Í fyrsta sinn í 57 ár með endurkomu Arons

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Ljósmynd/Cardiff

Aron Einar Gunnarsson sneri aftur í lið Cardiff í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið vann 4:2-sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Aron hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína og segir tölfræðin það einnig. Þetta var í fyrsta sinn sem Cardiff skorar fjögur mörk í leik í efstu deild síðan árið 1961, eða í 57 ár. Þá vann liðið 5:2-sigur á Chelsea.

Þetta var jafnframt fyrsti sigur Cardiff á tímabilinu, en liðið er með fimm stig í 17. sæti.

mbl.is