Tímamótasigur hjá City í Úkraínu

David Silva skoraði fyrsta mark Manchester City í kvöld.
David Silva skoraði fyrsta mark Manchester City í kvöld. AFP

Eftir tap í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eru Englandsmeistarar Manchester City komnir á beinu brautina. City vann í kvöld annan leik sinn í röð í keppninni en liðið vann góðan útisigur á Shakthar Donetsk 3:0.

City varð þar með fyrsta enska liðið til að hrósa sigri á heimavelli úkraínska liðsins en fyrir leikinn í kvöld hafði það unnið fimm sinnum og ert tvö jafntefli gegn enskum mótherjum.

„Við hefðum getað skoraði fleiri mörk en við skoruðum þrjú og erum ánægðir. Þetta er erfiður völlur heim að sækja en við náðum að skapa okkur fullt af færum og erum að spila betur með hverjum leiknum. Við þurfum að bæta okkur aðeins en ef við höldum áfram að spila svona þá munum við fá fleiri stig,“ sagði David Silva sem var fyrirliði Manchester City í kvöld og skoraði fyrsta mark sinna manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert