Birkir orðinn leikfær á ný

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Ljósmynd/avfc.co.uk

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hefur jafnað sig af meiðslum og er klár í slaginn með Aston Villa þegar það mætir Derby á útivelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Aston Villa.

Birkir hefur verið að jafna sig af meiðslum en hann fór meiddur af velli undir lok leiksins á móti QPR undir lok síðasta mánaðar og spilaði ekki með liðinu um síðustu helgi á móti Bolton.

Birkir er því klár í slaginn með íslenska landsliðinu sem mætir Belgum í Þjóðadeild UEFA eftir viku og mætir svo Katar í vináttuleik fjórum dögum síðar.

mbl.is