Rooney og Wilson í enska landsliðshópnum

Callum Wilson að skora gegn Manchester United um síðustu helgi.
Callum Wilson að skora gegn Manchester United um síðustu helgi. AFP

Wayne Rooney er í enska landsliðshópnum sem Gareth Southgate landsliðsþjálfari opinberaði í dag.

Englendingar mæta Bandaríkjamönnum og Króötum í tveimur vináttuleikjum og verður Rooney í hópnum á móti Bandaríkjunum sem verður sérstakur kveðjuleikur hans og jafnframt ágóðaleikur til góðs málefnis. Þetta verður 120. landsleikurinn hjá Rooney sem er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 53 mörk.

Callum Wilson framherji Bournemouth er nýliði í landsliðshópnum en hann hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu með Bournemouth á tímabilinu. Þá eru leikmenn á borð við Ruben Loftus-Cheek, Lewis Dunk og Michael Keane í hópnum.

Landsliðshópur Englendinga:

Markverðir: Marcus Bettinelli, Jack Butland, Alex McCarthy, Jordan Pickford.

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Lewis Dunk, Joe Gomez, Michael Keane, Luke Shaw, John Stones, Kieran Trippier, Kyle Walker.

Miðjumenn: Ross Barkley, Dele Alli, Fabian Delph, Eric Dier, Jordan Henderson, Jesse Lingard, Ruben Loftus-Cheek, Harry Winks.

Framherjar: Harry Kane, Marcus Rashford, Wayne Rooney, Jadon Sancho, Raheem Sterling, Danny Welbeck, Callum Wilson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert