Tottenham jafnaði Liverpool og Chelsea

Harry Kane sækir að marki Crystal Palace í kvöld.
Harry Kane sækir að marki Crystal Palace í kvöld. AFP

Tottenham styrkti stöðu sína í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1:0-sigur á útivelli gegn Crystal Palace í lokaleik dagsins í deildinni í kvöld. Juan Foyth skoraði sigurmarkið á 66. mínútu. 

Crystal Palace byrjaði ágætlega en Tottenham tók völdin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Illa gekk þó að skapa mjög góð færi og var staðan því markalaus í hálfleik. Argentínumaðurinn Foyth breytti því á 66. mínútu er hann skoraði fyrsta markið sitt í deildinni eftir hornspyrnu. 

Palace fékk ágæt tækifæri til að jafna metin undir lokin en það tókst ekki og þrjú stig fóru til Tottenham, sem er nú með 27 stig, eins og Liverpool og Chelsea sem eiga leik til góða. Crystal Palace er í 16. sæti með átta stig. 

Crystal Palace 0:1 Tottenham opna loka
90. mín. Alexander Sörloth (Crystal Palace) á skot sem er varið Palace er búið að vera betri aðilinn síðustu tíu mínúturnar og þarna á Sörloth að skora, en hann skýtur beint á Lloris af stuttu færi. Tíminn er að renna út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert