Liverpool upp í toppsætið

Roberto Firmino með tvo leikmenn Fulham í sér í dag.
Roberto Firmino með tvo leikmenn Fulham í sér í dag. AFP

Liverpool skaust upp í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2:0-sigri á Fulham á heimavelli sínum, Anfield, í dag. Mo Salah og Zherdan Shaqiri skoruðu mörkin hvor í sínum hálfleiknum. 

Bæði lið fengu góð færi til að skora snemma leiks en Sergio Rico í marki Fulham stóð vaktina vel og Ryan Sessegnon komst einn í gegn en skaut framhjá. Á 41. mínútu dró heldur betur til tíðinda því Aleksandar Mitrovic skallaði í netið. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu og 13 sekúndum síðar skoraði Mo Salah er hann slapp einn í gegn og var staðan í leikhléi 1:0. 

Það tók Xherdan Shaqiri átta mínútur í seinni hálfleik að bæta við öðru markinu er hann kláraði færi afar vel á fjærstönginni eftir sendingu Andy Robertson. Þrátt fyrir fín færi beggja liða urðu mörkin ekki fleiri og 2:0-sigur Liverpool staðreynd. 

Liverpool er nú með 30 stig, einu meira en Manchester City sem leikur við Manchester United síðar í dag. Fulham er enn á botninum með fimm stig. 

Liverpool 2:0 Fulham opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert