Mögnuð viðbrögð Arons - myndskeið

Aron Einar Gunnarsson hefur gætur á Sadio Mané í leik …
Aron Einar Gunnarsson hefur gætur á Sadio Mané í leik með Cardiff gegn Liverpool. AFP

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði kom við sögu í sigurmarki Cardiff City gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Cardiff TV náði að festa á filmu viðbrögð Arons þegar markið var að verða staðreynd en eftir langt innkast landsliðsfyrirliðans fór boltinn fyrst í stöng og síðan í slána á marki Brighton áður en Sol Bamba kom honum í netið.

Þeir hjá Cardiff TV settu inn skemmtilegt myndskeið á Twitter þar sem þeir fylgjast með viðbrögðum Arons við atburðarásinni - fyrst sést hann í útjaðri myndarinnar en síðan er atvikið sýnt aftur og þá er Aron í nærmynd.

mbl.is