Gomez spilar ekki meira á árinu

Joe Gomez verður frá keppni fram í janúar.
Joe Gomez verður frá keppni fram í janúar. AFP

Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, fór meiddur af velli í 3:1-sigrinum á Burnley í gærkvöld og nú er orðið ljóst að hann brákaði bein í fæti.

Þetta kemur fram á vef Liverpool þar sem segir að þessi 21 árs gamli leikmaður gæti þurft að vera frá keppni í allt að sex vikur. Það velti þó á því hvernig endurhæfingin gangi.

Gomez mun því missa af jólatörninni með Liverpool og síðasta leiknum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, þegar liðið mætir Napoli næsta þriðjudagskvöld.

mbl.is