Everton með Batshuayi í sigtinu

Michy Batshuayi að skora framhjá Hannesi Þór Halldórssyni.
Michy Batshuayi að skora framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. AFP

Everton er eitt þeirra liða sem hafa áhuga á að fá belgíska sóknarmanninn Michy Batshuayi til liðs við sig.

Bats­huayi er samningsbundinn Chelsea en var lánaður til Valencia síðastliðið sum­ar en hef­ur aðeins skorað eitt mark í 15 leikj­um í spænsku 1. deild­inni.

Valencia hef­ur í hyggju að rifta láns­samn­ingi leik­manns­ins en í fyrra fór hann að láni til Dort­mund og skoraði þá sjö mörk í 10 leikj­um í þýsku 1. deild­inni.

Crystal Palace og franska liðið Marseille eru einnig sögð áhugasöm að fá Belgann til liðs við sig en hann skoraði bæði mörk Belga gegn Íslendingum í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Brüssel í nóvember.

mbl.is