Erfitt hjá Mourinho

Paul Pogba hefur spilað glimrandi vel undir stjórn Ole Gunnar …
Paul Pogba hefur spilað glimrandi vel undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United. AFP

Paul Pogba, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, átti góðan leik fyrir United þegar liðið vann 1:0-útisigur gegn Tottenham í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Pogba lagði upp sigurmark leiksins fyrir Marcus Rashford á 44. mínútu en Pogba sendi Rashford í gegn með laglegri stungusendingu.

„Ég nýt þess að spila fótbolta þessa dagana. Þetta var erfitt hjá Mourinho, við vorum að spila leikkerfi sem hentaði mér ekkert sérstaklega vel. Núna spilum við sóknarbolta, pressum hátt á vellinum og erum mun ofar en undir stjórn Mourinho. Stundum fékk ég tækifæri til þess að sækja en þetta snerist alltaf meira um varnarleikinn.“

„Mér líður vel í því hlutverki sem ég er í hjá liðinu í dag. Það hjálpar mér mikið að vera með Matic og Herrera fyrir aftan mig og ég veit að þeir munu alltaf vinna boltann aftur fyrir okkur og ég get einbeitt mér að því að senda boltann og skjóta á markið. Ég fæ að leika lausum hala og þannig líður mér best,“ sagði Pogba í samtali við enska fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert