Agüero í sögubækurnar

Sergio Agüero fagnar einu af þremur mörkum sínum í gær.
Sergio Agüero fagnar einu af þremur mörkum sínum í gær. AFP

Argentínski sóknarmaðurinn Sergio Agüero skráði nafn sitt í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar og Manchester City þegar hann skoraði þrennu í 6:0 sigri Manchester City gegn Chelsea í gær.

Agüero jafnaði Alan Shearer yfir fjölda þrenna í ensku úrvalsdeildinni en þetta var 11. þrenna Argentínumannsins en Shearer náði einnig að skora 11 þrennur á ferli sínum. Þetta var þriðja þrenna Agüero á tímabilinu og sú önnur í röð en hann skoraði öll þrjú mörk City gegn Arsenal á dögunum.

Þá er Agüero orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest deildarmökin fyrir Manchester City frá upphafi. Agüero hefur skorað 160 deildarmörk, tveimur fleira en Tommy Johnsen og Eric Brook. Agüero er markahæsti leikmaðurinn í sögu City en þessi magnaði sóknarmaður hefur skorað samtals 222 mörk.

mbl.is