Búnir að ákveða um framtíð Oles Gunnars

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Stjórn Manchester United hefur tekið þá ákvörðun að ráða Ole Gunnar Solskjær til frambúðar sem knattspyrnustjóra félagsins.

Frá þessu greinir enska blaðið The Sun í dag en tilkynning um ráðninguna verður ekki gefin út fyrr en eftir tímabilið að því er The Sun greinir frá.

Undir stjórn Oles Gunnars hefur Manchester United unnið 10 leiki og gert eitt jafntefli og er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið er stigi á undan Chelsea.

Lærisveinar Solskjærs verða í eldlínunni á Old Trafford annað kvöld en þá taka þeir á móti franska meistaraliðinu Paris SG í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert