Harður slagur um markakóngstitilinn

Mohamed Salah er búinn að skora 17 mörk í deildinni …
Mohamed Salah er búinn að skora 17 mörk í deildinni eins og Sergio Agüero. AFP

Mohamed Salah úr Liverpool og Sergio Agüero úr Manchester City eru markahæstir í ensku úrvalsdeildinni en báðir voru þeir á skotskónum með liðum sínum um helgina.

Agüero skoraði þrennu í ótrúlegum 6:0 sigri Manchester City gegn Chelsea í gær og Salah skoraði eitt mark í 3:0 sigri á móti Bournemouth á Anfield á laugardaginn.

Belginn Eden Hazard úr Chelsea er sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar í deildinni.

Markahæstu leikmenn:

17 - Mohamed Salah, Liverpool
17 - Sergio Agüero, Manchester City
15 - Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal
14 - Harry Kane, Tottenham
12 - Eden Hazard, Chelsea
12 - Sadio Mané, Liverpool
12 - Reheem Sterling, Manchester City
11 - Paul Pogba, Manchester United
11 - Heung-Min Son, Tottenham

Flestar stoðsendingar:

10 - Eden Hazard, Chelsea
 9 - Christian Eriksen, Tottenham
 9 - Ryan Frazer, Bournemouth
 9 - Leroy Sané, Manchester City
 9 - Raheem Sterling, Manchester City
 8 - Paul Pogba, Manchester United

mbl.is