53 myndir af Ole Gunnari á forsíðunni

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Forsíðan á íþróttablaði norska blaðsins Verdens Gang er mjög sérstök í dag en á henni eru 53 myndir af Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, með bros á vör.

Í dag eru 53 dagar frá því Ole Gunnar var ráðinn til að stýra Manchester United út leiktíðina og óhætt er að segja að hann hafi gjörbreytt hlutunum á Old Trafford til hins betra.

Undir hans stjórn hefur liðið spilað 11 leiki, hefur unnið 10 þeirra og gert eitt jafntefli. Í kvöld verða lærisveinar Solskjærs í eldlínunni en þá mæta þeir frönsku meisturunum í Paris SG í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Forsíðan á íþróttablaði Verdens Gang í dag.
Forsíðan á íþróttablaði Verdens Gang í dag.
mbl.is