Margir minnast Gordon Banks

Gordon Banks með ólympíukyndilinn í London 2012.
Gordon Banks með ólympíukyndilinn í London 2012. AFP

Sir Geoff Hurst, sem skoraði þrennu í úrslitaleik Englendinga og V-Þjóðverja á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 1966, minnist Gordons Banks sem er látinn, 81 árs gamall.

„Það er mjög leitt að heyra þær fréttir að Gordon sé látinn. Hann var einn sá besti. Þetta eru sorgarfréttir fyrir fótboltann, Stoke City og stuðningsmenn enska landsliðsins. Hans verður sárt saknað,“ skrifar hinn 77 ára gamli Geoff Hurst á Twitter-síðu sína en margir minnast Banks, sem var einn besti markvörður í sögunni og varði mark Englands í umræddum úrslitaleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert