Væri til í að sjá markið 1.000 sinnum

Sadio Mané fór á kostum í München í kvöld.
Sadio Mané fór á kostum í München í kvöld. AFP

Jürgen Klopp var að vonum kampakátur eftir að hafa stýrt Liverpool til 3:1-sigurs á Bayern München í Þýskalandi í kvöld og þar með áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

„Í svona leik er aldrei hægt að slaka á. Þetta var algjörlega verðskuldað. Það er svo erfitt að spila hérna á móti Bayern München. Þetta er stórt. Ég er svo stoltur af strákunum. Jordan Henderson sneri sig á ökkla en vonandi er það ekkert alvarlegt. Það er aldrei gott að þurfa að gera breytingar snemma leiks,“ sagði Klopp.

Sadio Mané skoraði tvö marka Liverpool en fyrra markið var afar laglegt og mikilvægt útivallarmark:

„Fyrsta markið, mig langar að horfa 1.000 sinnum á það! Svo var varnarleikurinn svo góður. Við höfum ekki varist eins og við erum vanir í útileikjunum í Meistaradeildinni en í dag gerðum við það,“ sagði Klopp, sem fékk einnig mikilvægt mark frá Virgil van Dijk í seinni hálfleik.

„Virgil van Dijk er svo hættulegur í föstum leikatriðum. Hann er svakaleg ógn. Stærðin og orkan sem við höfum. Þetta var stórt mark,“ sagði Klopp kátur.

Jürgen Klopp hughreysti sinn gamla lærisvein, Robert Lewandowski, eftir leik.
Jürgen Klopp hughreysti sinn gamla lærisvein, Robert Lewandowski, eftir leik. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert