Wolves sló United úr leik

Leikmenn Wolves fagna marki Diogo Jota gegn Manchester United í …
Leikmenn Wolves fagna marki Diogo Jota gegn Manchester United í kvöld. AFP

Wolves gerði sér lítið fyrir og sló Manchester United úr leik í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Molineux-vellinum í Wolverhampton í kvöld en leiknum lauk með 2:1-sigri Wolves.

Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill og það var ekki fyrr en á 42. mínútu sem fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós. Rúben Neves sendi þá Diogo Jota í gegn en Sergio Romero varði mjög vel í marki Manchester United.

 Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað en það dró til tíðinda á 70. mínútu þegar Raúl Jiménez kom Wolves yfir með skoti úr teignum og Diogo Jota tvöfaldaði forystu Wolves, sex mínútum síðar eftir laglega skyndisókn.

Marcus Rashford klóraði í bakkann fyrir Manchester United með marki úr uppbótartíma en lengra komust leikmenn United ekki og Wolves fagnaði sigri. Wolves fer því áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar en United er úr leik.

Wolves 2:1 Man. Utd opna loka
90. mín. Diogo Dalot (Man. Utd) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert