Adam Johnson laus úr fangelsi

Adam Johnson á leið í dómssal árið 2016.
Adam Johnson á leið í dómssal árið 2016. AFP

Adam Johnson, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, er laus úr fangelsi á reynslulausn eftir að hafa afplánað þrjú af sex ára dómi. Johnson var dæmdur fyrir að hafa kynmök við stúlku undir lögaldri. 

Var honum sleppt úr haldi í dag samkvæmt BBC. Eftir að hafa verið fundinn sekur er Johnson skráður barnaníðingur og þarf því að veita yfirvöldum ýmsar upplýsingar um sig eins og búsetu og bankareikninga. Auk þess leyfist honum ekki að fara úr landi nema tilkynna um það áður. 

Johnson var handtekinn í mars 2015 og dæmdur til sex ára fangelisvistar í desember 2016. Stúlkan var 15 ára þegar atvikið átti sér stað og stuðningsmaður Sunderland. Höfðu þau mælt sér mót í þeim tilgangi að fá Johnson til að árita treyjur fyrir hana. 

Um leið og hann var dæmur rifti Sunderland samningi sínum við leikmanninn en félagið greiddi honum 60 þúsund pund á viku. 

Johnson var öflugur leikmaður um tíma og lék 12 A-landsleiki fyrir England. Hann sló í gegn hjá Middlesbrough en lék einnig með Manchester City áður en hann fór til Sunderland. 

mbl.is