Liðsfélagi Gylfa á leiðinni í bann

André Gomes í leik með Everton.
André Gomes í leik með Everton. AFP

André Gomes, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, er að öllum líkindum á leiðinni í þriggja leikja bann fyrir afar ljótt brot á Aleksandar Mitrovic, leikmanni Fulham, er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn var. 

Fulham vann leikinn óvænt, 2:0, og lét Portúgalinn pirring sinn bitna á Mitrovic og traðkaði hann harkalega á Serbanum. Mitrovic lá þá á grasinu og var boltinn víðsfjarri. 

Lee Probert, dómari leiksins, sá ekki atvikið og slapp Gomes við refsingu á meðan á leiknum stóð. Brotist náðist hins vegar á myndbandsupptökur og var augljóst að um viljandi brot var að ræða. 

mbl.is