Scholes kærður fyrir veðmál

Paul Scholes, lengst til hægri.
Paul Scholes, lengst til hægri. Ljósmynd/twitter-síða Oldham

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Paul Scholes, fyrrverandi leikmann Manchester United og enska landsliðsins, fyrir brot varðandi veðmál.

Scholes er sakaður um að hafa 140 sinnum brotið reglur með því að veðja á knattspyrnuleiki á tímabilinu ágúst 2015 fram til janúar 2019.

Hann var á þessu tímabili stjórnarformaður 5. deildarliðsins Salford. Hann lét af því starfi í febrúar og tók við stjórastarfinu hjá Oldham en hætti eftir aðeins 31 dag í starfi. Leikmönnum, stjórnarmönnum og eigendum er óheimilt að veðja á knattspyrnuleiki.

Scholes hefur frest til 26. apríl til að svara kæru enska knattspyrnusambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert