Fann til með City

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann til með leikmönnum Manhcester City …
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann til með leikmönnum Manhcester City á miðvikudaginn. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fylgdist með seinni leik Manchester City og Tottenham í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni. Leiknum lauk með 4:3-sigri Manchester City en City er úr leik í keppninni ár þar sem fyrri leiknum á Tottenham Hotspur Stadium lauk með 1:0-sigri Tottenham og fer Tottenham því áfram í undanúrslitin á útivallamörkum.

Í uppbótartíma skoraði Raheem Sterling mark sem virtist löglegt við fyrstu sín og leikmenn liðsins misstu sig af gleði, líkt og knattspyrnustjórinn Pep Guardiola. Eftir að markið hafði verið skoðað með myndbandómgæslu var réttilega dæmd rangstaða og markið taldi því ekki. Klopp viðurkennir fúslega að hann hafi fundið til með City.

„Þetta var algjörlega ótrúlegt og ég fann virkilega til með þeim, hvernig er annað hægt? Það héldu allir að þetta væri mark og allir á vellinum fögnuðu eins og City væri komið áfram í undanúrslit. Ég veit að það eru margir sem segja að án VAR hefði markið fengið að standa en Agüero var fyrir innan og dómurinn var réttur. Það getur verið mjög erfitt að taka svona hlutum,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert