Norwich nálgast úrvalsdeildina

Norwich er í góðri stöðu.
Norwich er í góðri stöðu. Ljósmynd/@NorwichCityFC

Norwich City er í afar góðri stöðu þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af ensku B-deildinni í fótbolta. Liðið gerði 2:2-jafntefli við Sheffield Wednesday á heimavelli í kvöld og er nú með fimm stiga forskot á næstu lið. 

Marco Stiepermann kom Norwich yfir snemma leiks en Fernando Forestieri jafnaði fyrir Sheffield-liðið á 33. mínútu. Steven Fletcher kom gestunum í 2:1 á 53. mínútu en Mario Vrancic skoraði jöfnunarmark Norwich í uppbótartíma og þar við sat. 

Norwich er nú með 87 stig og nægir tvo sigra í síðustu þremur umferðunum til að gulltryggja sætið sitt í efstu deild. Sheffield United og Leeds koma þar á eftir með 82 stig og eru liðin í harðri baráttu um annað sætið. 

West Brom er í fjórða sæti með 76 stig, Aston Villa með 72 og svo Middlesbrough með 67 stig. Efstu tvö liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina og 3.-6. sæti keppa í umspili um síðasta sætið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert