Engir veikleikar hjá Liverpool

Leikmenn Liverpool fagna í gær.
Leikmenn Liverpool fagna í gær. AFP

Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Liverpool, sér enga veikleika hjá lærisveinum Jürgen Klopp í Liverpool-liðinu í dag. Liverpool er í harðri keppni við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn og í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 

Liverpool vann 2:0-sigur á Cardiff í gær. Staðan í hálfleik var markalaus og tók það Liverpool 57 mínútur að skora fyrsta markið. Souness var ánægður með þolinmæðina sem liðið sýndi þegar pressan var mikil. 

„Ef þú ætlar að verða meistari þarftu að standast margar og mismundandi áskoranir. Þetta var mjög fagmannleg frammistaða á móti Cardiff. Þeir sýndu þolinmæði og reyndu ekki of mikið. Þetta var ekki góður völlur og pressan var mikil, en þeir gerðu þetta virkilega vel.

Liverpool hefur oft spilað betur en liðið sýndi mikinn þroska. Þeir héldu áfram að vera þolinmóðir og höfðu trú á að mörkin myndu koma. Það er bara tímaspursmál hvenær þetta lið skorar. Það er mjög ógnandi og heldur oft hreinu. Þetta er lið án veikleika," sagði Souness. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert