United með augastað á Meunier

Thomas Meunier.
Thomas Meunier. AFP

Manchester United hefur augastað á franska landsliðsbakverðinum Thomas Meunier og vill fá hann fylla skarð Antonio Valencia að því er fram kemur í enska blaðinu Independent í dag.

Meunier leikur með franska meistaraliðinu Paris SG og rennur samningur hans út við félagið á næsta ári.

Aaron Wan-Bissaka úr liði Crystal Palace og Kieran Trippier úr Tottenham eru einnig sagðir vera í sigtinu hjá United en Meunier er fyrsti kosturinn af því er fram kemur í Independent.

mbl.is