Dýrasti leikmaður Newcastle úr leik

Miguel Almiron.
Miguel Almiron. AFP

Miguel Almiron, dýrasti leikmaður Newcastle, spilar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum gegn Southampton um síðustu helgi.

Paragvæski miðjumaðurinn kom til Newcastle í janúar frá bandaríska liðinu Atlanta United fyrir 26 milljónir punda og var þar með dýrasti leikmaður Newcastle í sögunni. Hann tognaði í læri í leiknum á móti Newcastle og á það nú á hættu að missa af Suður-Ameríkukeppninni sem hefst í Brasilíu í júní.

Newcastle á þrjá leiki eftir í deildinni, gegn Brighton á útivelli, Liverpool á heimavelli og á móti Fulham á útivelli. Newcastle er í 13. sæti deildarinnar og er öruggt með sæti sitt í deildinni.

Almiron hefur komið við sögu í 10 leikjum Newcastle en honum hefur ekki tekist að skora mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert