Gamall Víkingur á leið á Wembley sem fyrirliði

Richard Keogh er fyrirliði Derby og landsliðsmaður Írlands og hefur …
Richard Keogh er fyrirliði Derby og landsliðsmaður Írlands og hefur leikið um 550 leiki í ensku deildakeppninni. AFP

Sumarið 2004 lék átján ára piltur hálft tímabil í vörn Víkings í íslensku úrvalsdeildinni. Hann mun nú fara fyrir liði Derby á Wembley mánudaginn 27. maí þegar leikið verður til úrslita um sæti í ensku úrvalsdeildinni en þar mætast Derby og Aston Villa.

Richard Keogh kom til Víkings í júnímánuði 2004 sem lánsmaður frá Stoke City, ásamt félaga sínum Jermaine Palmer, og þeir léku með Fossvogsliðinu undir stjórn Sigurðar Jónssonar út tímabilið. Keogh vann sér fast sæti í stöðu miðvarðar og lék þar við hlið Grétars Sigfinns Sigurðarsonar seinni hluta tímabilsins en þurfti þó að snúa aftur til Stoke þegar tveimur umferðum var ólokið. Hann spilaði níu leiki í deildinni, helming leikja Víkings en þá voru tíu lið í úrvalsdeildinni.

Leeds líka með Víking

Víkingar „áttu“ leikmenn í báðum liðum í þessu einvígi því sigurmark Leeds í fyrri leiknum skoraði Kemar Roofe. Hann lék þrjá leiki með Víkingum sem lánsmaður frá West Bromwich Albion vorið 2011 og skoraði eitt mark í bikarkeppninni, gegn KV á gervigrasvelli KR-inga. Leeds keypti hann af Oxford United fyrir þremur árum og Roofe hefur gert 28 mörk í 110 leikjum fyrir félagið í B-deildinni.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Richard Keogh í baráttu við FH-ingana Davíð Þór Viðarsson og …
Richard Keogh í baráttu við FH-ingana Davíð Þór Viðarsson og Sverri Garðarsson. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert