Verða Ramos og Salah samherjar?

Það skildi þó aldrei vera að þessir tveir verði samherjar …
Það skildi þó aldrei vera að þessir tveir verði samherjar á næstu leiktíð. AFP

Sergio Ramos, fyrirliði spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, er í dag orðaður við ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Manchester United í spænskum fjölmiðlum. AS greinir frá því að Ramos hafi rifist við Florentino Pérez, forseti Real Madrid, eftir leik liðsins gegn Ajax í Meistaradeildinni og að varnarmaðurinn vilji nú yfirgefa félagið.

Ramos, sem er 33 ára gamall, hefur spilað með Real Madrid undanfarin 14 ár eftir að hafa komið til félagsins frá Sevilla á sínum tíma. Þá er Juventus einnig sagt áhugasamt um leikmanninn en Ramos var ekki langt frá því að ganga til liðs við Manchester United árið 2015 en að lokum ákvað hann að framlengja samning sinn við Real Madrid.

Ramos er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að hafa lent í samstuði við Mohamed Salah, sóknarmann Liverpool, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kiev sumarið 2018 með þeim afleiðingum að Salah fór úr axlalið og þurfti að fara meiddur af velli. Samningur Ramos við Real Madrid rennur út sumarið 2021 en varnarmaðurinn er metinn á 30 milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert