Palace hafnaði stóru tilboði United

Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka. AFP

Manchester United bauð 40 milljónir punda í varnarmanninn unga Aaron Wan-Bissaka, en Crystal Palace hafnaði tilboðinu. Forráðamenn United íhuga nú hvort þeir ætli að bjóða í Wan-Bissaka á nýjan leik.

Wan-Bissaka spilaði mjög vel með Palace á síðustu leiktíð og er talinn vera einn efnilegasti bakvörður Englands. Hann lék 39 leiki með Palace á síðasta tímabili. 

Leikmaðurinn er samningsbundinn Palace til ársins 2022 og greinir Guardian frá að hann sé ekki að flýta sér að yfirgefa Palace og félagið vilji ekki selja hann. 

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, virðist fyrst og fremst hafa áhuga á að styrkja liðið með ungum leikmönnum. Daniel James, 21 árs leikmaður Swansea, mun að öllum líkindum semja við félagið eftir helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert