United undirbýr nýtt tilboð í Wan-Bissaka

Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka. AFP

Manchester United er ekki búið að gefa það upp á bátinn að kaupa knattspyrnumanninn unga Aaron Wan-Bissaka af Crystal Palace, þrátt fyrir að tilboði félagsins hafi verið hafnað á dögunum. Forráðamenn United eru nú sagðir undirbúa annað tilboð.

Wan-Bissaka lék mjög vel með Palace á síðustu leiktíð en hann er af mörgum talinn einn efnilegasti bakvörður Englands. Hann er 21 árs gamall og lék 35 leiki í úrvalsdeildinni síðasta vetur.

Þá er hann samningsbundinn Palace til ársins 2022 og var félagið sagt hafa hafnað tilboði upp á 40 milljónir punda frá United um helgina. Samkvæmt heimildum Sky Sports ætlar United að reyna aftur við kappann með nýju tilboði en Palace er sagt vilja um 60 milljónir fyrir hann.

mbl.is