United hafnaði tilboði í Sánchez

Alexis Sánchez er launahæsti leikmaður Manchester United.
Alexis Sánchez er launahæsti leikmaður Manchester United. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hafnaði tilboði brasilíska félagsins Palmeiras í Alexis Sánchez á dögunum en það eru brasilískir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Samkvæmt fjölmiðlum í Brasilíu reyndi Palmeiras að fá Sánchez á láni en United hafði ekki áhuga á því.

Manchester United vill hins vegar losna við Sánchez í sumar en hann kom til félagsins frá Arsenal í janúar 2018. Sánchez hefur valdið miklum vonbrigðum síðan hann kom og hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu síðan José Mourinho fékk hann í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.

´Sánchez er launahæsti leikmaður United með um 500.000 pund á viku og það hefur fælt önnur lið frá því að kaupa hann. Inter Mílanó er sagt áhugasamt um leikmanninn sem kostar í kringum 30 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert