Lukaku nálgast Ítalíu

Romelu Lukaku í leik með Manchester United.
Romelu Lukaku í leik með Manchester United. AFP

Umboðsmaður belgíska framherjans Romelu Lukaku er mættur til Ítalíu að ræða við Inter um fyrirhuguð kaup ítalska knattspyrnufélagsins á leikmanninum. Lukaku skoraði 12 mörk í 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United á síðustu leiktíð. 

Umboðsmaðurinn, Federico Pastorello, viðurkenndi áhuga ítalska félagsins á skjólstæðingi sínum í viðtali við ítalska fjölmiðla. „Lukaku er draumur sem er erfitt að láta rætast, en ekkert er óhugsandi. Inter er að reyna allt sem það getur," sagði Pastorello. 

United er talið reiðubúið að selja Lukaku fyrir 75 milljónir punda, sem er sama upphæð og félagið greiddi Everton fyrir þjónustu framherjans. Hann hefur verið í tvö tímabil hjá United og samanlagt skorað 42 mörk í 96 leikjum með liðinu. 

mbl.is