Tottenham loksins að kaupa

Jack Clarke.
Jack Clarke. Ljósmynd/leedsunited.com

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er nálægt því að ganga frá kaupum á Jack Clarke, kantmanni Leeds United. Félögin hafa rætt kaupverð síðustu daga, en Tottenham mun borga um 8,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem er aðeins 18 ára. 

Tottenham hafði áhuga á að kaupa Clarke í janúar, en Leeds neitaði að selja, enda í harðri baráttu um að fara upp um deild. Liðið tapaði hins vegar í undanúrslitum umspilsins og leikur því áfram í B-deildinni á komandi tímabili. 

Clarke spilaði 25 leiki fyrir Leeds á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tvö mörk. Kaupin verða þau fyrstu hjá Tottenham síðan félagið keypti Lucas Moura fyrir einu og hálfu ári. 

mbl.is