Risaverðmiði fælir United frá

Harry Maguire í baráttu við Ilkay Gundogan.
Harry Maguire í baráttu við Ilkay Gundogan. AFP

Enskir fjölmiðlar segja að Manchester United sé hætt við að reyna frá enska landsliðsmiðvörðinn Harry Maguire frá Leicester til liðs við í sumar.

Leicester hefur sett 100 milljón punda verðmiða á Maguire og er Manchester United ekki reiðubúið að greiða svo háa upphæð fyrir miðvörðinn.

Englandsmeistarar Manchester City hafa líkt og grannar þeirra verið á höttunum eftir Maguire og hinu fjársterku eigendur City ættu að geta pungað út 100 milljónum punda fyrir leikmanninn.

Leicester borgaði 17 milljónir punda fyrir Maguire þegar það keypti hann frá Hull City fyrir tveimur árum.

mbl.is