West Ham að fá franskan framherja

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri West Ham.
Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri West Ham. AFP

Franski sóknarmaðurinn Sebastian Haller er á leið til enska úrvalsdeildarliðsins West Ham frá þýska liðinu Eintracht Frankfurt.

Félögin hafa náð samkomulagi um kaupverðið sem er talið vera um 45 milljónir punda sem jafngildir um 7,1 milljarði króna. Reiknað er með að Haller gangist undir læknisskoðun hjá West Ham í London í dag og í kjölfarið mun hann skrifa undir samning við Lundúnaliðið.

Haller er 25 ára gamall sem kom til Eintracht Frankfurt frá hollenska liðinu Utrecht fyrir tveimur árum. Hann hefur skorað 24 mörk í 60 deildarleikjum með þýska liðinu. Hann hefur spilað með öllum yngri landsliðum Frakka og þar á meðal 20 leiki með U21 ára liðinu þar sem hann skoraði 13 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka