Klopp grínaðist með mistökin (myndskeið)

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki að stressa sig á mistökum sem spænski markvörðurinn Adrián gerði í 2:1-sigri liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Í stöðunni 2:0 ætlaði Adrián að sparka frá marki sínu, en endaði á því að skjóta boltanum í Danny Ings og þaðan fór hann í netið. Það kostaði þó ekki sigurinn og Liverpool vann 2:1.

„Það voru komnar 83 mínútur á klukkuna og Adrián hefur hugsað: Ég hef spilað mjög vel svo ég verð að gera einhver mistök til þess að gera leikinn meira spennandi,“ grínaðist Klopp með atvikið eftir leik.

„Ég hef ekkert við þetta að athuga svo lengi sem við vinnum leiki,“ sagði Klopp, en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá öll helstu atvik úr leiknum í gær.

Jürgen Klopp og Adrián á góðri stundu eftir leikinn í …
Jürgen Klopp og Adrián á góðri stundu eftir leikinn í gær. AFP
mbl.is