Á förum frá Tottenham

Victor Wanyama er á förum frá Tottenham eftir þriggja ára …
Victor Wanyama er á förum frá Tottenham eftir þriggja ára dvöl í London. AFP

Victor Wanyama er á förum frá enska knattspyrnufélaginu Tottenham en það er Telegraph sem greinir frá þessu. Tottenham er í viðræðum við belgíska A-deildarfélagið Club Brugge sem hefur mikinn áhuga á þessum 28 ára gamli miðjumanni.

Kaupverðið er talið vera í kringum 11 milljónir punda en það er nóg til hjá Club Brugge þessa dagana eftir að hafa selt þá Wesley og Marvelous Nakamba til Aston Villa fyrir 33 milljónir punda. 

Wanyama gekk til liðs við Tottenham frá Southampton sumarið 2016 en hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð. Hann hefur ekkert komið við sögu í fyrstu deildarleikjum Tottenham á leiktíðinni og virðist nú vera að yfirgefa félagið.

mbl.is