Leik FH og Breiðabliks frestað

FH og Breiðablik mætast annað kvöld.
FH og Breiðablik mætast annað kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt ósk FH og Breiðabliks um að fresta leik þeirra í Pepsi Max-deild karla í fótbolta til mánudags.

Leikurinn átti að fara fram kl. 18:15 á Kaplakrikavelli í kvöld, en hann hefur verið færður til kl. 18 annað kvöld vegna veðurs. 

Um mikilvægan leik í baráttunni um Evrópusæti er að ræða. Breiðablik er í öðru sæti með 30 stig og FH í þriðja sæti með 28 stig. 

mbl.is