Leikmaður Hull greindur með krabbamein

Angus MacDonald
Angus MacDonald Ljósmynd/Hull City

Enska knattspyrnufélagið Hull City sendi frá sér yfirlýsingu í dag þess efnis að Angus MacDonald, 26 ára leikmaður liðsins, hefði verið greindur með ristilkrabbamein. 

„Angus hefur sýnt mikinn styrk eftir að hann var greindur með ristilkrabbamein. Andleg og líkamleg vellíðan hans er það sem skiptir mestu máli núna. Félagið mun halda áfram að færa ykkur fréttir af stöðu mála,“ sagði í yfirlýsingunni. 

MacDonald kom til Hull frá Barnsley í janúar á síðasta ári og hefur spilað 14 leiki fyrir liðið. 

mbl.is