Leik­ur­inn á Old Trafford í beinni á mbl.is

Manchester United mætir Leicester City kl. 14.
Manchester United mætir Leicester City kl. 14. AFP

Manchester United tekur á móti Leicester í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu á Old Trafford í Manchester í dag klukkan 14. 

Manchester United er í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki. Leicester er í þriðja sæti með átta stig. 

Hægt verður að horfa á leik­inn í beinni út­send­ingu á mbl.is/​sport/​enski en í vet­ur verða bein­ar út­send­ing­ar frá laug­ardags­leik í ensku úrvalsdeildinni í hverri um­ferð.

Þar má einnig nálgast textalýsingar frá leikjum dagsins í deildinni og annað efni tengt henni. 

mbl.is