Fundum að Arsenal var hikandi

Tom Cleverley skoraði mark eftir mistök Sokratis Papastathopoulos.
Tom Cleverley skoraði mark eftir mistök Sokratis Papastathopoulos. AFP

„Við hefðum alltaf þegið 2:2 í hálfleik en við hefðum átt að vinna þetta í lokin,“ sagði Tom Cleverley sem skoraði annað marka Watford í 2:2-jafntefli liðsins gegn Arsenal í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Watford lenti 2:0 undir en kom til baka og Abdoulaye Doucouré fékk gott færi í uppbótartíma til þess að skora sigurmarkið.

„Arsenal-liðið var hikandi og við fundum það á okkur. Mér finnst eins og við höfum fengið á nokkur tæp víti þannig að það var kominn tími á að það fari á okkar veg. Við getum vel byggt á þessu,” sagði Cleverley.

Watford hefur tvö stig eftir fimm umferðir og er í botnsætinu.

mbl.is