Ætlar að nota ungu strákana í úrvalsdeildinni

Mason Greenwood fagnar marki sínu gegn Astana í vikunni. Hann …
Mason Greenwood fagnar marki sínu gegn Astana í vikunni. Hann er aðeins 17 ára gamall. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur heitið því að gefa hinum ungu leikmönnum félagsins tækifærið á stærsta sviðinu, í ensku úrvalsdeildinni.

United vann Rúnar Má Sigurjónsson og félaga í Astana frá Kasakstan í Evrópudeildinni í síðustu viku, 1:0, þökk sé sigurmarki Masons Greenwoods sem er aðeins 17 ára. Í byrjunarliði United voru einnig Tahith Chong og Angel Gomes, báðir 19 ára, en allt eru þetta strákar úr unglingaliðum félagsins.

Solskjær var í viðtali við Sky Sports í gær vegna leiks United og West Ham sem fram fer síðar í dag og sagði hann ungu strákana nálægt því að vera tilbúnir. „Þú lærir margt þegar þú gefur ungum leikmönnum tækifæri. Þú vilt að þeir fari út á völlinn, njóti sín og spili góðan fótbolta. Þannig hafa þeir eitthvað til að byggja ofan á og mér fannst það ganga upp gegn Astana,“ sagði Norðmaðurinn meðal annars.

„Þeir eru næstum því tilbúnir fyrir úrvalsdeildina. Þess vegna eru þeir í aðalliðinu, þeir æfa með okkur á hverjum degi og standa sig vel.“

Ole Gunnar Solskjær er ekki hræddur við að nota ungu …
Ole Gunnar Solskjær er ekki hræddur við að nota ungu strákana. AFP
mbl.is