Gary Martin í viðræðum við Darlington

Gary Martin
Gary Martin mbl.is/Kristinn Magnússon

Enski framherjinn Gary Martin hefur rætt við uppeldisfélagið sitt Darlington um hugsanlegan lánssamning frá janúar til mars. Martin ætlar að leika með liði erlendis eftir áramót, áður en hann kemur aftur til Íslands og spilar með ÍBV á næstu leiktíð. Fréttablaðið greindi frá. 

„Mér finnst líklegast eins og staðan er núna að ég muni spila með þeim í þrjá mánuði frá janúar til mars en það getur allt enn gerst hins vegar,“ sagði Martin við Fréttablaðið. Hann gerði tveggja ára samning við ÍBV á dögunum og ætlar að leika með liðinu þrátt fyrir fall úr efstu deild. 

Martin er fæddur í Darlington, en lið borgarinnar leikur í sjöttu efstu deild Englands og er í 17. sæti með ellefu stig eftir ellefu leiki. Martin lék aldrei með liðinu, þar sem hann fór ungur til Middlesbrough. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert