Brandari þegar Fred fær boltann

Fred hefur ekki sýnt mikið með Manchester United.
Fred hefur ekki sýnt mikið með Manchester United. AFP

Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, er ekki hrifinn af brasilíska miðjumanninum Fred, leikmanni Manchester United.

Fred hefur lítið sýnt síðan hann kom til Manchester United frá Shakhtar Donetsk fyrir 52 milljónir punda fyrir síðustu leiktíð. 

Fred átti slæman leik gegn Newcastle í gær og Keown hafði sitt að segja um Brasilíumanninn. „Það gerist lítið þegar United er með boltann og sérstaklega Fred. Það er orðið að brandara þegar hann fær boltann,“ sagði Keown í Match of the Day á BBC í gær. 

„Þú skapar ekki mikið af færum þegar þú ert með svona miðju. Rashford er einmanna frammi og ég er byrjaður að finna til með honum,“ sagði Keown. 

mbl.is